Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2006 | 12:42
Þriðja í jólum púl
Eftir fjögurra daga át mætti ég á æfingu í gær og fékk að vita, mér til mikils hryllings að það var þrekpróf. Þrekpróf, þrekpróf á þriðja í jólum. Og í dag er ég með harðsperrur, í öxlunum, bakinu, maganum, name it! En það var samt fínt að fá slap in da face þannig blæs ég mig ekki út núna um áramótin. Svo skilst mér að það sé píptest í dag.....ég skýt mig! Ég hata píptest meira en allt. Og ég á eftir að deyja en fyrst fæ ég blóðbragð í munninn og verð másandi eins og stunginn grís.
Svo koma áramótin og það er að koma alveg agalega myndarlegur dani ásamt vinum sínum og ég hafði hugsað mér að halda þau í faðmi fimleikadrengja....haha, öfundið mig bara!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2006 | 14:25
jól
Gleðileg jól
Marry christmas
Glædelig jul
Vrolijk kerstfeest
Boas festas
Hauskaa joulua
Joyeux noel
Frohe weihnachten
Natale allegro
Christmas alegre
Feliz navidad
God jul
Maligayang pasko
Þetta er nú skemmtileg færsla, ha! Svei mér þá! það virðist samt vera að filippeyjabúar hafi ruglað saman páskum og jólum!
Eigiði góð jól og ekki borða yfir ykkur! Fá sér mandarínu í staðinn fyrir konfekt! Rauðvín í staðinn fyrir venjulegt kók, gott fyrir hjartað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 23:36
jeijjeijeij
Ég er að fara heim til mín í 105 á fimmtudaginn. Alltaf gott að koma heim til sín aftur og svo er ég líka farin að sakna hundanna og að hafa einhvern að tala við yfir sjónvarpinu eða ekki yfir sjónvarpinu. Ahhhhh, home sweet home!
Það sem ég er búin að gera hérna í hafnafirði:
Borða brauð með kotasælu, túnfisk og gulum baunum aðeins of oft á 5 vikum
Læra undir próf sem ég er búin með (yessss)
Horfa á alla aðra seríu af despo
Drekka rosalega mikið af kók light
Koma mér inní tvo þætti á sirkus sem ekkert er varið í, annars vegar The player (sem glæpur gegn sjón og huga) og hins vegar Pepper Dennes.
Annars er ég búin að finna afmælisgjöf handa mér en get væntanlega ekki keypt hana fyrr en á laugardaginn þ.e.a.s ef hún er til í minni stærð. Það virðist svo vera að fæturnir á mér fari ört minnkandi með aldrinum eða númerin fari minnkandi. Einu sinni notaði ég 38 og svo á nó tæm er ég að biðja um skó í 36-36,5! Þrátt fyrir þessa fótaminnkun er ég samt með eins gott jafnvægi og ég var með og ég finn ekki fyrir neinum óþægindum (ekki nema ef skórnir eru ekki til í mínu númeri, það gæti valdið töluverðum óþægindum). En að skónum.....þetta eru the one and only, ást við fyrstu sýn. Ég sá þá fyrst í glugganum og ákvað að kíkja aðeins inní uppáhaldsbúðina mína á Íslandi. Og þar voru þeir, eldrauðir og blikkuðu mig. Ég ákvað að hundsa alla verðmiða og fékk að máta.....og hvað get ég sagt, þetta eru skórnir mínir. Það væri glæpur að kaupa þá ekki, alger glæpur, gagnvart mér, skónum og öllum sem myndu missa af mér spígsporandi um í þeim.....10 cm hærri. Þannig það er óþarfi fyrir nokkurn mann eða skópar að örvænta. Fáist skórnir í mínu númeri, eru þeir mínir.....ef ekki, þá kaupi ég bara innlegg og læt hina passa!
Rétt í þessu geri ég mér reyndar grein fyrir hversu kjánalegt það er að kaupa hælaskó sem eru opnir svona þar sem við búum á Íslandi og stígvél væri mun vænlegri kostur (reyndar sárvantar mig ökklastígvél) en þegar ást við fyrstu sýn er annars vegar getur maður bara ekki snúið sér við og keypt ökklastígvél, maður verður að fylgja ástinni! Og hver veit, kannski eignast ég kærasta sem þarf alltaf að vera viðstaddur opnanir eða kokteilboð og ekki verð ég á bomsum í kokteilboði....ég held nú ekki.
Bloggar | Breytt 13.12.2006 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2006 | 22:02
Ég hlakka svo til....
Vá, ég hlakka svo til að taka hestana mína inn!
Þegar manni líður eitthvað illa, þarf að hugsa, er eitthvað pirraður eða þarf að vera einn þá er það besta í heimi að fara uppí hesthús og fara í langan reiðtúr. Bara alein með hestinum (og hundunum í mínu tilviki). Nánast undantekningarlaust kem ég til baka endurnærð og í góðu skapi.
Það verður alger himnasæla að fá þá inná hús og geta dúllað við þá, farið í kvöldreiðtúra og gætt sér á heitu kaffi eftir kaldan reiðtúr.
OOOOOO, hvað ég hlakka til, get ekki beðið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2006 | 12:23
mig langar í.....
gríðar glæsilega skó sem fást í kron
Chihuahua
Síams kisu
gorgeus kjól
eitt stykki kærasta
rúmföt á nýja glæsilega rúmið mitt
að fara til útlanda
og ég á afmæli eftir rúmlega viku, so go crazy!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2006 | 09:30
ekki er allt sem sýnist!
ég er miklu sterkari en ég lít út fyrir að vera! Komst að því áðan að ég er hálfgert vöðvatröll!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 19:56
vandræði að finna gjöf handa mér?
örvæntu ekki stundinni lengur! Ég var að lesa gjafalista skv. stjörnumerkjum í Blaðinu (sem kemur svo snemma að þú getur lesið það í svefni). Þannig er það nú að ég er bogamaður og skv. Blaðinu þá er HÓPFERÐ TIL HAVAÍ, tilvalin gjöf handa mér því ég hef aldrei komið þangað. Fyrir þá bogamenn sem hafa komið til Havaí, þá var bók málið. En ekki í mínu tilfelli......þannig ég mæli með að þið eyðið engum pening í gjafir fyrir fjölskyldu (þið gefið þeim ást daglega) og eyðið honum þess í stað í Hópferð til Havaí fyrir mig og þar af leiðandi fyrir ykkur líka.
Ég þarf líka á hvíld að halda í sól með bloody mary. Kötturinn, Sigurjón var að missa vitið og ég held það sé mér að kenna. Hann hljóp á borðið, upp á píanóið, upp stigann og nú heyri ég hann hlaupa um uppi! ji, minn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2006 | 22:15
er 13 óhappatala
Ég er farin að hallast að því að 13 sé óhappatala og ég er fædd 13. des (nú getur enginn sagst gleyma afmælinu mínu). Það er alveg með ólíkindum hvað ég óheppin.
Fyrst fæ ég myndarlegt glóðurauga og stuttu síðar (í dag) skalla ég hestinn svo svakalega á æfingu að það er eins og það sé æfing hjá 100 verstu trommurum Íslands og svo skarta ég líka þessari fínu kúlu. Og skemmtilegast við þetta allt saman er að kúlan er sömu megin og glóðuraugað. Þannig er hægri hlið andlit míns er þakið regnboganslitum.
Tilviljun.....ég er farin að hallast að öðru!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2006 | 12:30
Nýr fjölskyldumeðlimur
æææææææææj....hann er svo mikið krútt og svo mikið örverpi! Alltof mjór og með sár á bringunni, þetta er enginn annar en (tudududu) Lampi, nýi Dísarfuglinn minn! Hann er voðabeib, gulur með svarta vængi og ó svo fínaR appelsínugular kinnar, svo slokknar á honum þegar hann fer að sofa. Hann var skírður í dag og fékk þetta líka fína nafn og hefur verið á vörum allra "Lampi þetta og Lampi hitt". Ég er nú reyndar alger nýgræðingur þegar kemur að fuglum og hefur yfirleitt fundist þeir scary frekar en nokkuð annað, en Lampi hefur fært mér nýja sýn á fugla og þeir eru ágætir.
Verður spennandi að sjá hvort hann lifi af hjá mér eða hreinlega deyi úr stressi, skömm, leiðindum eða eitthvað annað sem fuglar geta dáið úr.
Ég set mynd af honum við tækifæri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2006 | 13:35
...............
Það er byrjað að snjóa aftur, sveiattan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)