Færsluflokkur: Bloggar
20.11.2006 | 12:37
Óhugnanlega lífsreynsla
Ég var í near death experiance (með smá ýkjum) á laugardagskvöldið. Eftir að hafa setið með nokkrum fimleikastúlkum ákvað ég að tími væri komin að kíkja á skemmtistaðar bæjarins. Þrátt fyrir mikinn snjó og meira að koma arkaði ég af stað í skautaskóm. Allt í einu skall á hríð og það var ekki viðlit að sjá lengra en nef sér. Í kjölfar hríðarinnar fór mér að skrika fótur oftar en eðlilegt getur talist og ég held bara að ég hafi sett nýtt met í dettelsi. Í eitt skiptið datt ég beint á fésið og skarta nú einu glæsilegasta glóðurauga sem sögur fara af. Mesta mildi að ég hafi ekki rotast og orðið bara hreinlega úti. Í staðinn reyndi ég að komast blindandi á áfangastað og var bjargað af góðhjörtuðum samborgara, rennandi blaut og ískalt. Hann kom mér á áfangastað þar sem ég hitti gott fólk í góðum gír.
Kvöldið endaði sumsé vel þrátt fyrir ófarir fyrr um kvöldið. Það er þó hálf skondið að líta í spegil og mæta regnboganum í allri sinni mynd.....í andlitinu á mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2006 | 19:03
sögur úr Hafnafirði
Vegna þess að ég veit að það eru allir spenntir að heyra sögur af hvernig mér vegnar í Hafnafirði þá er best ég skrifi eins og eina færslu um það. Ég og Sigurjón erum orðnir hinir mestu vinir, hann fær gúmmilaði mat hjá mér og svo leikum við okkur við tuskuapa sem deyr á hverjum degi. Ég ek um á kvenjeppa sem er með hita í sætunum sem yljar manni um rassinn í 14 stiga frostum þessa daga, voða fínt að vera svona á eigin bíl en djöfull er bensín dýrt, það er alveg svívirðilegt!
Tvær sjónvarpsstöðvar, annars vegar RÚV sem ég horfi aldrei á því þar er ekkert skemmtilegt nema einstaka auglýsingar og hins vegar sirkus sem ég horfi dulítið á og má þar nefna So you think you can dance 2.
Þannig þið sjáið að það er óþarfi að hafa áhyggjur þó ég hafi horfið úr siðmenningunni yfir í sveitasæluna. Allt í góðu og allir voða sáttir, ég og kötturinn.
Og mikið rosalega er ég fegin að peran hafi verið fundin upp....fyrir eins myrkfælna manneskju eins og mig þá er hún alger ljósgjafi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2006 | 10:04
hvað er í gangi
Er verið að reyna að drepa okkur úr kulda! Ég er í sokkabuxum, sokkum, buxum, bol, ullapeysu og flíspeysu og mér er samt skítkalt! Ég hreinlega get ekki staðið í þessu kulda og ég finn hvernig ég er að fá kuldagigt!
Er að hugsa um að láta einhvern miljarðamæring bjóða mér til Alecante eða Kanaríeyja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 22:17
sannleikur dagsins
"iss, þér liggur ekkert á!" Þegar þessi orð voru sögð við mig spáði ég svosem ekkert meira í þeim! Seinna þegar ég lá uppi rúmi og var að hugleiða (sem ég geri á hverju kvöldi með hvalahljóðum og reykelsi) þá rann það upp fyrir mér að sú sem sagði fyrrtéð orð hafði svo sannarlega á réttu að standa. Það liggur ekkert á og að því sögðu ætla ég að hætta eyða pening í asýran vegna blæðandi magasárs og bara taka því rólega, njóta lífsins meðan ég stressast yfir því að klára umsóknir, læra og mæta í vinnuna. Svo lengi sem ég geri mér fyllilega grein fyrir að mér liggur ekkert á!
Off to bed að lesa um blóð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2006 | 21:44
manns eigin kjánahrollur
Það er agalegt þegar maður stendur sjálfan sig að því að vera að gera eitthvað beyound kjánalegt og svo engjast um í kjánahroll nokkra daga á eftir! Ég á það til að gera alveg meistarakjánalega hluti, nánast svo kjánalega að ég gæti hugsanlega unnið til verðlauna. Þessa stundina er ég með vott af kjánahroll af eigin kjánaskap.....veit svo sem vel að ég hristi hann af mér á morgunn eða hinn en það er ferlegt að vita svona vel af kjánaskapnum, þá væri ég frekar til í að gera mér enga grein fyrir því. Hverjir kjánastælarnir voru skiptir ekki öllu máli.....þið verðið að velkjast í vafa!
Sirkus sjónvarpsstöðin ruglaðist á dögum í augnablik hélt ég að ég væri einum degi á undan en fattaði svo að ég var að vinna í dag þannig það gat ekki verið sunnudagur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 17:46
......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2006 | 17:47
hafnafjörður.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2006 | 18:11
We are the champions
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2006 | 11:06
glöggvun
Við skulum glöggva okkur á því að gerpla er officially besta trompliðið á íslandi. Vökulir lesendur fréttablaðsis hafa hugsanlega rekið augun í grein þar sem greint er frá því að Gerpla frá Íslandi hafi komist áfram í úrslit á Evrópumeistaramóti! Og eru að fara að massa salinn á eftir. Hefði viljað vera með þeim en vinnan og fleira komu í veg fyrir það. Hlakka samt til að geta byrjað að æfa aftur ómeidd og geta gert hluti sem ég hef ekki getað gert í þrjá mánuði.....svei mér þá, það varður hressandi.
Annars vil ég gjarnan benda fólki á að krossa puttana og biðja gvuð almáttugan eða bróðir hans um að Gerpla lendi á palli í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2006 | 20:07
HR-ingar
sem stunda nám við íþróttaakademíuna þurfa nú aðeins að fara að herða sig. Mæta á fimleikaæfingu hjá Björkunum og brotna svo saman því það er verið að teygja á stelpunum! Hvernig halda þeir að afreksmenn verði til, með kökubakstri og halelújasöng. Þegar ég var yngri var teygt á mér alveg sundur og saman og dem, það var vont en ég lét mig hafa það og það hefur ekki haft áhrif á mig til lengdar. Bestu þjálfararnir á Íslandi eru flestir frá Austur-Evrópu.....og glöggvum okkur á því að fimleikafólk frá Austur-Evrópu eru með þeim bestu í heimi! Það þarf hörku til að ná árangri.
Og núna var ég að horfa á viðtal við einhvern HR-ing eða eitthvað tengdur HR sem var einmitt að lýsa hneykslan sinni á þjálfunaraðferðum í Björk. Kemur ekki bara í ljós að foreldrar stúlknanna í þessum umtalaða hóp hafa sent út stuðningyfirlýsingu við.......þjálfarann. Face! Ég segi bara að ef að fólk þekkir ekki fimleika þá skuli það sleppa að mæta á æfingar og mæta í staðinn á mót....þar sést árangur erfiðisins án hörkunnar sem á sér stað bak við tjöldin! Og allir njóta þess!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)