Færsluflokkur: Bloggar

ó mæ ó mæ

Ég er svo gjörsamlega tóm í hausnum að það er til skammar! Mig langar svo í kók light og ég ætla á bílnum niðrí baðhús því ég nenni ekki að labba! Svo ætla ég að leggjast upp í sófa, horfa á ANTM og síðan ætla ég að sofa og sofa og sofa!  Hugsanlega kem ég við í sjoppunni og kaupi mér kók light! Svo væri gott ef einhver biði sig fram til að nudda mig.......

Ef ykkur finnst þetta leiðinlegt þá er ég með einn brandara til að lífga upp á þessa færslu!

Einu sinni voru tvær súrar gúrkur að labba yfir götu, þegar önnur þeirra var komin á gangstéttina sneri hún sér við og sá hvar stór vörubíll með ferskum gúrkum keyrði yfir vinkona hennar. Eftir augnabliksörvæntingu kallaði hún: "kondu relishið þitt, þýðir lítið að vera neikvæð"

Þeir sem vita ekki hvað relish er.......common! 


S.U.T.U.C.D

Vá hvað Dan er leiðinlegur í So you think you can dance! Hann er neikvæður og finnst allt ömurlegt sem dansararnir gera! Hann veit ekkert í sinn, er bara vitlaus hiphoppari í ljótum mótorhjólaleðurjakka! 

og hana nú! nigel er alger rúsínubolla í samræma við Dan! 

Musa er hottie, er algerlega að bíða eftir símhringingu frá honum! Hann er algerlega súkkulaðimoli sem mann langar að láta bráðna á tungunni.....nammnamm!

Langar einhvern að koma á dansinámskeið með mér og lyfta mér alla leið upp yfir hausinn! það gæti sko verið gaman; salsa, diskó, víetnamskur vals, kúbverskan salsa eða eitthvað! 


sjónvarpið

Mánudagurinn 30. okt: Sigurverari í viðbjóðslegasta sjónvarpsefni vikunnar! Ég var að surfa á milli stöðva þegar ég lenti á umræðum um þrívíðarfóstur í Ísland í dag. Þetta er án efa eitt það ósmekklegasta sem ég hef séð lengi og ef ég væri ólétt þá myndi ég sko ekki fara í svona þrívíðarsónar. Barnið lítur augljóslega út eins og ET og ég get ekki skilið hvað er svona krúttlegt og frábært að sjá eitthvað hálftilbúið barn syndandi um í einhverjum ojvökva. Og svo sagði stelpan hvað það væri dúllulegt að sjá barnið leika sér við fótinn sinn eða NAFLASTRENGINN....já rosalega krúttað! Frekar væri ég til í að sjá bara einhverja óskýra svarthvíta mynd þar sem innvolsið er ekki eins greinilegt!

Eftir að hafa verið í rólegheitunum að læra niðri hjá mér ákvað ég að fara aðeins upp að sýna imbanum athygli. Og hvað mætir mér....einhver afkvæmisþáttur um fóstur og fæðingu. Klukkan 21:00 á mánudagskvöldi er fæðing sýnd fullum fetum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Eins og þetta er nú frábær hlutur og allt það, þið vitið....þessi klisja: "fyrst var það pínulítil sæðisfruma og núna níu mánuðum síðar er hún tilbúin að horfa framan í heiminn!" Ég er ekki að segja að það sé ekki frábært en ég skil heldur ekki afhverju það þarf að sýna hvernig krakkinn kemst í heiminn og gúmmihanskahendur toga í hausinn til að ná afgangnum af krakkanum út! Ég get ekki sagt að þetta geri það að verkum að mig langi til að ganga í gegnum barnsburð.....eiginlega bara alls ekki! Svona þættir eru án efa besta getnaðarvörn í heimi! 

Sáu þið þetta!? 


læri læri læri

Ég er búin að komast af því afhverju ég get aldrei lært almennileg þegar ég ætla mér það! Þegar ég hef einsett mér það að byrja að læra þá færi ég lampann fyrir ofan nýja fína rúmið mitt, leggst uppí rúm, breiði yfir mig sængina og byrja að lesa! Eftir ca. tvær setningar hafa augnlokin þyngst um helming og hugurinn hægt á sér þannig ég þarf að lesa hverja setningu fimm sinnum þannig fyrsta orðið nái að síast inn! Þegar ég hef svo lesið eina málsgrein sofna ég ofan í bókina og vakna svo endurnærð til að lesa meira......nah, sjaldnast! Þannig frá og með deginum í dag les ég við skrifborðið og ekkert minna, reyndar ætti ég að vera lesa núna en ekki vera að skrifa þessa færslu um hvernig best sé að haga lestri! 

fundamanía

Ég skil ekki fólk sem þarf stanslaust að vera með fundi! Það þarf bókstaflega að funda um allt, og þá meina ég allt! Ég þekki svona fólk og ég held að eitt það skemmtilegasta sem það gerir er að kalla á fund, fund um sund, fund um hund, fund um brund, fund um sprund og fund um blund! Mér finnst svo leiðinlegt á fundum, ég fæ alveg tremma af leiðindum þegar minnst er á fund, þannig ég reyni að komast hjá því að fara á fundi!

Annars var ég að spá hvort við ættum ekki að fara að hafa ársfund! 


leiðinlegast í heimi

taka úr uppþvottavél

setja bensín á bílinn

bíða

raða diskum í skápa

fylla könnu af vatni

telja dósir

keyra lengi

flugvellir

og örugglega töluvert fleira en þetta er það sem er á topp 8 listanum 


.....

Vá hvað er leiðinlegt veður! það er svo mikið rok að áðan þegar ég fór aðeins út fauk ég til djúpavogs og þarf núna að koma mér heim á eigin kostnað! Frekar fúlt!


fjord by the havn

ég vildi bara láta yður vita að vegna veirusýkingar í 105 og 101 flyt ég til hafnafjarðar í 5 vikur til að forðast smit! Þar mun ég dvelja ásamt ketti sem er kallaður Sigurbjörn Einbirni ásamt því að vera hússtýra! Þeir sem hafa áhuga á að horfa á So you think you can dance, ANTM og drekka hvítvín og kunna að búa til humar er bent á comment svæðið hér að neðan eða jafnvel comment svæðin á Myspace! ATH....þetta á alls ekki við um allra ruslaralýð; dannaðir einstaklingar og myndarlegt fólk er vel við hæfi!

Held það sé við hæfi að gleyma að viðhalda þessum aría stofni....það hefur eingöngu úrkynjun og leiðindi í för með sér!


google og dans

sá sem fann upp á google ætti algerlega að fá nobelsprize! Það er augljóslega ein af betri síðum í heiminum og það sem hægt er að finna.......úff!

Svo finnst mér að ég og hans ættum að fá dansiverðlaun 21.aldarinnar, því við erum augljóslega flottasta dansparið á íslandi!


sumir eru svo greit og sumir svo lásí

Ég svo góða vini.....Hans er bestastur í heiminu, anna og íris líka en samt öðruvísi en hans! Svo á ég tvo vini sem voru að spila á airwaves(eða hairwaves því það eru svo margir með einhverjar spes greiðslur) og þeir eru svei mér þá svo góðir....einn misþyrmir húðum í gríð og erg af mikilli snilld og hinn syngur eins og engill! Húrra fyrir þeim!

Svo eru sumir sem eru alltaf svo lásí og leggja sig í lima við að  vera nastí! ég  skil ekki svoleiðis áráttu, það getur ekki undir neinum kringumstæðum skilað af sér vellíðan! Ég veit allavega að þegar ég er búin að vera nastí við einhvern þá fæ ég alltaf sting í magann af samviskubiti og reyni svo að (í flestum tilfellum) að bæta einhvernveginn úr því.  Annars nenni ég nú helst ekki að vera að velta mér uppúr svoleiðis fólki og held mig í hæfilegri fjarlægð!

Var á hairwaves í kvöld sem var hin besta skemmtun. Ég og Hans og Ragga fórum að sjá  Þorra lemja húðir með Skakkamanage á gauknum! Það var sérdeilis skemmtilegt og hressandi og Örvar sonur móður sinnar spilaði af mikilli snilld á munnhörpu milli þess sem hann greip í míkrófóninn og söng nokkrar vel valdar setningar. Mæli með allir kaupi Skakkamanage diskinn og hlusti á hann allan og setji svo aftur á lagið sem heitir Non smoker sem er sérdeilis skemmtilegt lag.

Næst lá leið okkar á Listasafn Reykjavíkur sem minnir mig alltaf bara á stóran geim og ég myndi aldrei fara þarna á listasýningu því ég myndi fá víðáttubrjálaði og svo týnast. Þar sáum við feiknafína stelpuhljómsveit með tveim strákum og hún heitir Tilly and the eitthvað. Þau voru svo hress og skemmtileg og í staðinn fyrir að vera með trommara voru þau með stúlku í bleikum sokkabuxum og tigersundbol sem steppaði! Það var ekki annað hægt en að dilla sér með takti skónna!

Þá var ferðinni haldið á Grandrokk þar sem Royal fortune var að spila og enn og aftur fengum við að hlusta á ljúfa tóna og Þráinn sló í gegn sem feikna söngvari. Drengurinn syngur hreint eins og engill enda frændi hans Hans og þið ættuð að heyra hann syngja! Ég mæli eindregið með því að þið lítið á myspacesíðu þeirra drengja og hlustið á(ahahaha, ég hljóma eins og íþróttafréttamaður í þessari setningu)

Að lokum fórum við á Þjóðleikhúskjallarann þar sem Sæbjörn var að spila! Forsprakki Sæbjörns er agalega krúttlegur stráksi með augu eins og hundarnir í sögunni um Eldfærin. Það er alltaf yndislegt að hlusta á þau því þau eru svo einlæg en þrátt fyrir það svo jolly molly og drengurinn er líka með svo fína rödd, hún er svo róandi og þægilegt að hlusta á hann! Uppáhaldslagið mitt er Singing arc!

Þrátt fyrir nastíheitin sem maður verður stundum fyrir þá eru það svona kvöld sem algerlega rífa mann uppúr þeim hugleiðingum! Þannig tónlistamenn kvöldsins í kvöld og elskulegir samferðamenn mínir í kvöld (hans og ragga), takk fyrir yndislegt kvöld!  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband