Hvort nú

Þegar ég var mjó þá var mér sagt að ég væri of mjó, þegar ég varð (að ég hélt) tiltölulega venjuleg þá fær fólk (ákveðnir karlmenn) ekki nóg af því að kommenta og setja út á bumbuna eða segja að ég sé þung, wtf! Ég er alveg komin með nóg af því, í fyrsta lagi þá held ég ekki að ég sé eitthvað stór....ég skokka tvisvar í viku, ég æfi capoeira tvisvar í viku og ég reyni að synda tvisvar í viku! Það eru æfingar 6x í viku..... ég borða svo gott sem bara hollt (það er hollt að borða súkkulaði og drekka smá bjór?)og vissi ekki betur en að ég lifði bara frekar heilbrigðum lífstíl!

Það eru nokkrir möguleikar; ég get drepið þessa menn þar sem mér finnst þetta ekki lengur fyndið og það er erfitt að ignora það, ég get reynt að fá mér sléttan maga (sem ég hef reynt milljón sinnum með litlum árangri og auk þess myndu þeir pottþétt halda áfram að kommenta á það)eða ég get hætt alfarið að hreyfa mig, bara borðað djúpsteiktan mat og bæta svo mörgum kílóum á mig að það verður dónalegt að kommenta á að ég sé orðin obese?

Einhverjar hugmyndir? Að hætta að drekka bjór er ekki tekin sem gild hugmynd!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég væri til í að vita hverjir þessir ákveðnu karlmenn eru...

Bó (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:28

2 identicon

Nefndu bara stað og stund og ég kem út drep þess karlpunga með þér. Þegar ég sá þig síðast fyrir nokkrum mánuðum varstu gullfalleg gyðja, fullkomin í alla staði. Brúnu augun á sínum stað, svarta hárið og besta brosið.

Aldrei láta annað fólk segja þér að þú sért eitthvað annað en þú ert. Aldrei.

Ég er ólétt bolla með spik og bjúg og er sem betur fer sama hvort typpalingum finnst ég flott eða ekki en ég myndi ekki líða þann dónaskap að láta setja út á mig. Hver hefur rétt til þess?

Eru þessar mannleysur svona fullkomnar???

dr (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:34

3 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!  Þarf að taka í lurginn á einhverjum dónum þarna í svangramannalandi??

Þú átt amk ekki skilið annað en að það sé komið fram við þig einsog gullfallegu sandnegraprinsessuna sem þú ert!  Ekki að ræða það að hætta að drekka bjór og rauðvín eða narta í súkkulaði! Lífið er til þess að njóta þess ;) Er þetta ekki bara einhver týpískur þjálfaramórall sem ætlað er að hvetja mann áfram keppnisfólkið ?  Láttu þessa typpalinga bara heyra það.

Knús á þig! 

Ps. Til lukku með bumbubúann Díana :) 

Anna Rúna (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: inam rakel yasin

Okey, girlfriends. Planið er eftirfarandi: Ef einhver klípur í sixpackvörnina mína þá tek ég hendina á viðkomandi og brýt hana.....yess!

Reyndar held ég að þjálfaradruslunni finnist þetta pínu fyndið því hann sér hversu mikið það hefur áhrif á mig að commenta á þetta....því hann kommentar ekki á hinar stelpurnar sem eru án efa með betri og viðameira sixpackvörn en ég!

inam rakel yasin, 7.5.2009 kl. 14:55

5 identicon

Anna Rúna: Takk:)

Inam: Gott plan.

dr (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband